Viðbragðsáætlun sveitarfélagsins vegna COVID-19
Sem kunnugt er hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19).
Sveitarfélagið Rangárþing ytra hefur uppfært sína viðbragðsáætlun sem er að finna hér á heimasíðu sveitarfélagsins. Þessi viðbragðsáætlun á að þjóna þeim tilgangi að vera stjórnendum sveitarfélagsins til stuðnings um það hvernig takast eigi á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum.
10. mars 2020
Fréttir