Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir styrkumsóknum

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir styrkumsóknum

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar á ferðamannastöðum fyrir árið 2013. Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2013 og umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar.
readMoreNews
Þorrablót á Hellu laugardaginn 16. febrúar 2013

Þorrablót á Hellu laugardaginn 16. febrúar 2013

Þorrablótið á Hellu verður haldið laugardaginn 16. febrúar næstkomandi. Hljómsveitin "Síðasti sjens" leikur fyrir dansi eitthvað fram á nótt. Skemmtiatriðin verða á sínum stað en einnig munu félagar úr Harmonikkufélagi Rangæinga taka lagið. Miðasala fer fram í íþróttarhúsinu á Hellu laugardaginn 9. febrúar kl. 10.00 - 14.00.
readMoreNews
Ánægjuvogin - Styrkur íþrótta

Ánægjuvogin - Styrkur íþrótta

Ánægjuvogin er könnun sem UMFÍ og ÍSÍ stóðu að í sameiningu á stöðu íþróttastarfs, ánægju iðkenda, stöðu áfengis og tóbaksnotkunar og fleira meðal sambandsaðila í 8.-10.bekk. Mánudaginn 4.febrúar munu UMFÍ og ÍSÍ standa í sameiningu fyrir fundi á Selfossi í Tíbrá Engjavegi 50 og hefst fundurinn klukkan 17:00.
readMoreNews
Leikur Heklu og Smára í körfubolta þriðjudaginn 5. febrúar kl.20:00

Leikur Heklu og Smára í körfubolta þriðjudaginn 5. febrúar kl.20:00

Meistaraflokkur karla í körfubolta Ungmennafélagsins Heklu leikur við Smára frá Skagafirði en leikurinn fer fram þriðjudaginn 5. febrúar kl. 20:00 í íþróttahúsinu á Hellu. Hekla vann síðasta leik á móti Patrek frá Patreksfirði sl. miðvikudag eftir framlenginu og "það var æðislegt að heyra stemninguna í húsinu undir lokin" að sögn Heklumanna.
readMoreNews
Fundir vegna nágrannavörslu

Fundir vegna nágrannavörslu

Fundir með hverfum vegna nágrannavörslu á Hellu voru vel sóttir í gær og í kjölfarið er ætlun að koma á fót nágrannavörslu í þeim hverfum sem sóttu fundina. Á næstunni ætla íbúar umræddra hverfa að ganga í hús hjá þeim sem mættu ekki og kynna verkefnið og hvetja til þátttöku.
readMoreNews
Ný skipulagsreglugerð tekur gildi

Ný skipulagsreglugerð tekur gildi

Ný skipulagsreglugerð hefur tekið gildi en hún er sett á grundvelli skipulagslaga sem samþykkt voru á Alþingi haustið 2010. Meðal nýmæla í reglugerðinni eru þau að gerð er  breyting á landnotkunarflokkum en þeir fela í sér skilgreiningu á ráðstöfun lands til mismunandi nota.
readMoreNews
6 milljónum króna úthlutað til Rangárþings ytra úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

6 milljónum króna úthlutað til Rangárþings ytra úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Sveitarfélagið Rangárþing ytra fékk í gær úthlutað tveimur þriggja milljóna króna styrkjum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða (2. úthlutun) en umsóknargögnin voru send inn í september 2012. Alls fengu 44 verkefni styrk að þessu sinni og nam heildarstyrkupphæðin rúmlega 150 milljónum króna.
readMoreNews
Heilsusetrið Þykkvabæ - Heilsuhelgi 8.-9. febrúar

Heilsusetrið Þykkvabæ - Heilsuhelgi 8.-9. febrúar

Mætum milli kl. 17 og 18 föstudaginn, 8. feb í skólahúsi Þykkvabæ. Kl:18:00 kemur Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir með Kundalini Yoga. Um kvöldið Hugleiðsla og slökun fyrir svefninn. Laugardagsmorgunn: góður göngutúr, fræðsla um Young Living olíur. Kostnaðu á Hollustu fæði, Yoga og gistingu 6.500 kr.
readMoreNews
43. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014

43. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014

43. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014, verður haldinn að Suðurlandsvegi 3 á Hellu, föstudaginn 1. febrúar 2013, kl. 13.00.
readMoreNews
Fundir vegna nágrannavörslu

Fundir vegna nágrannavörslu

Til stendur að koma á fót nágrannavörslu á Hellu ef áhugi íbúa er fyrir hendi. Fundir verða haldnir í Grunnskólanum á Hellu og munu taka um eina og hálfa klukkustund. Skipt verður niður eftir litahverfum. Gula og rauða hverfið kl. 17.30  og græna hverfið kl. 19.30 á fimmtudaginn 31. janúar og fyrirtæki og stofnanir og bláa hverfið funda þann 7. febrúar.
readMoreNews