28. janúar 2013
Fréttir
Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi efnir til opins fundar um Evrópumál á Hótel Hvolsvelli, miðvikudaginn 30. janúar kl. 20:00-21:00 og eru allir velkomnir.
Á fundinum mun sendiherra ESB á Íslandi, Timo Summa, ræða um stöðuna innan Evrópusambandsins og gang mála í aðildarviðræðum sambandsins við Ísland. Sendiherrann talar á ensku en boðið verður upp á endursögn á íslensku.
Jafnframt mun Bryndís Nielsen frá Evrópustofu kynna starfsemi upplýsingamiðstöðvarinnar.