Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.
1302038 – Jarlsstaðir, Stóru-Völlum - PDF
Um er að ræða breytingar á landnotkun, s.s. iðnaðarsvæði vegna malarnáms og steypustöðvar ásamt efnistöku úr Rangá. Einnig verður skilgreint um 50 ha svæði undir frístundabyggð. Svæðið mun nýta sömu vegtengingar og veitur og Jarlstaðir en gerð verður frekari grein fyrir skipulagi svæðisins í deiliskipulagi.
1302042 – Iðnaðarsvæði við Þykkvabæ - PDF
Sveitarfélagið vinnur að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Gert er ráð fyrir stækkun iðnaðarsvæðisins I1 í Þykkvabæ vegna ákvæða um nýtingu vindorku. Gert er ráð fyrir að deiliskipulag verði unnið fyrir áætlað iðnaðarsvæði.
Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Frestur til að skila inn athugasemdum eða ábendingum er til 7. júní, 2013
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra