Skipulagsmál til kynningar

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar Rangárþings ytra á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Jarlsstaðir, Rangárþingi ytra, breyting á afmörkun frístundasvæðis

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á afmörkun frístundasvæðis í aðalskipulagi í landi Jarlsstaða úr landi Stóru-Valla. Jafnframt verður lóðum fækkað úr 50 í 35. Sveitarstjórn telur að umrædd breyting falli undir skilgreiningu óverulegrar breytingar þar sem einungis er um breytingu á afmörkun núverandi frístundasvæðis að ræða. Breytingin felur ekki í sér meira rask á hraunsvæði en áður var gert ráð fyrir. Frístundasvæðinu hefur verið fundinn betri staðsetning að teknu tilliti til nálægðar við Rangá og umrædd breyting hefur engin áhrif á aðra en jarðareiganda.

Breytinguna má nálgast hér.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488 7000 eða með tölvupósti á netfangið birgir@ry.is

„ „ „ „ „ „ „ „ „ „ „ „

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

Minna-Hof, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á spildu úr landi Minna-Hofs þar sem núverandi landbúnaðarsvæði sem er u.þ.b. 110 hektarar að stærð verði gert að íbúðasvæði.

Lýsinguna má nálgast hér.

„ „ „ „ „ „ „ „ „ „ „

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar sameiginlegar lýsingar að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 samhliða lýsingum deiliskipulags.

Hella, iðnaðarlóðir við Dynskála, breyting á landnotkun ásamt breytingu í deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi ásamt breytingu í deiliskipulagi fyrir svæði austan við núverandi athafnasvæði við Dynskála á Hellu, þar sem núverandi óbyggt svæði verði skilgreint sem athafnasvæði í beinu framhaldi af núverandi athafnasvæði AT3. Stækkun nemur um einum hektara og verður svæðið því um 3,5 hektarar að stærð. Í deiliskipulagi verður gerð grein fyrir lóðum, byggingarskilmálum, veitukerfum, gangstéttum, bílastæðum og götum. Byggingar geta verið á 1-2 hæðum. Gerð verði breyting á uppdrætti og í greinargerð deiliskipulags.

Lýsinguna má nálgast hér.

Hella, Miðbæjarsvæði, breyting á gatnakerfi ásamt breytingu í deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á innra gatnakerfi Hellu á miðbæjarsvæði til að bæta umferðaröryggi svæðisins. Svæði undir bílastæði verði stækkað og lóðum fjölgað. Aðkomu að miðbæjarsvæðinu verði breytt. Gerð verði breyting á uppdrætti og í greinargerð deiliskipulags.

Lýsinguna má nálgast hér.

„ „ „ „ „ „ „ „ „ „ „ „ „

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að deiliskipulagi

Hella, atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar, Deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæði sunnan Suðurlandsvegar. Um er að ræða svæði austast í þéttbýlinu, verslunar- og þjónustusvæðið VÞ20, athafnasvæðið AT4 og iðnaðarsvæðið I26. Í deiliskipulaginu verða afmarkaðar lóðir, settir byggingarskilmálar og gerð grein fyrir götum, bílastæðum o.fl.

Lýsinguna má nálgast hér.

Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn ábendingar eða gera athugasemdir við lýsingu og er frestur gefinn til og með 2. apríl nk.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir haraldsson

Skipulags- og byggingarfulltrúi

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?