Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 30. og 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Hallstún L165088. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.9.2024 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 fyrir Hallstún L165088, Hallstún land L203602 og Hallstún land L203908. Frístundabyggð F72 er skilgreint á hluta Hallstúns og Hallstúni land (203602). Fyrirhugað er að sameina jarðirnar og byggja þar upp til fastrar búsetu þar sem stundaður verður landbúnaður og atvinna tengd hestamennsku. Gert er ráð fyrir að fella út F72 svo að allt skipulagssvæðið verði landbúnaðarsvæði að nýju.

Lýsingu skipulagsáforma má nálgast hér. 

 

Gaddstaðir íbúðasvæði. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.9.2024 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 fyrir Gaddstaði Íbúðasvæði. Núverandi tenging að svæðinu er til bráðabirgða. Skipulags- og umferðarnefnd telur réttast að aðkoma verði meðfram Suðurlandsvegi að sunnanverðu frá væntanlegu hringtorgi við Reykjagarð og tengist núverandi aðkomuvegi sem þar er. Nefndin leggur til að gerðar verði nauðsynlegar breytingar í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem sýnd aðkoma verði felld út úr Aldamótaskógi í þeirri mynd sem gildandi aðalskipulag sýnir. Að auki leggur nefndin til að vinna hefjist samhliða við breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið, þar sem uppfylltar verði áður samþykktar breytingar fyrir lóðir nr. 34 og 35 annars vegar og fyrir lóð 48 hins vegar. Jafnframt skuli breyta skipulagsmörkum við núverandi aðkomu frá Suðurlandsvegi vegna skörunar við deiliskipulag Suðurlandsvegar.

Lýsingu skipulagsáforma má nálgast hér.

 

Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 26. september nk.

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Tindasel, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.9.2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Tindasel. Tilheyrandi breytingar á aðalskipulagi hafa verið auglýstar. Áform gera ráð fyrir móttöku allt að 200 gesta, byggingar hótels og gistiaðstöðu ásamt veitingasölu og að auki bættari aðstöðu fyrir starfsfólk og gistingu fyrir starfsfólk. Aðkoma er af Rangárvallavegi (264).

Uppdrátt skipulagstillögunnar má nálgast hér. 

Greinargerð skipulagstillögunnar má nálgast hér. 

 

Áfangagil, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.9.2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Mosa. Áætlað er að byggja upp meiri aðstöðu fyrir ferðamenn á svæðinu. Núverandi fjallaskálar, tjaldstæði, sturta og salernishús verða áfram í notkun. Skilarétt fyrir Landmannaafrétt er einnig á skipulagssvæðinu. Gönguleiðin Hellismannaleið liggur um hlaðið í Áfangagili og er Áfangagil einn af gististöðunum á þeirri leið. Aðkoma að svæðinu er af Landvegi (26).

Uppdrátt skipulagstillögunnar má nálgast hér. 

Greinargerð skipulagstillögunnar má nálgast hér. 

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 31. október  2024.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?