Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 10. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi er hér auglýst ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna matsskyldrar framkvæmdar

Vindorkuver við Vaðöldu, Búrfellslundur, Rangárþingi ytra.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11. september 2024 að gefið yrði út framkvæmdaleyfi til Landsvirkjunar vegna tilgreindra framkvæmda við fyrirhugað vindorkuver við Vaðöldu. Samþykkt var að framkvæmdaleyfi skyldi veitt vegna vegagerðar innan marka framkvæmdasvæðis og til uppsetningar vinnubúða og aðstöðusköpunar á afmörkuðu svæði samkvæmt gildandi deiliskipulagi, eins og lýst er í greinargerð með umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi vegna byggingar vindorkuvers við Vaðöldu og til uppsetningar vinnubúða fyrir framkvæmdina.

 

Fyrirhuguð framkvæmd er matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum, dags. 21. desember 2016, liggur fyrir.

 

Álit Skipulagsstofnunar ásamt fylgigögnum má nálgast hér: 

https://www.skipulag.is/umhverfismat-framkvaemda/gagnagrunnur-umhverfismats/alit-skipulagsstofnunar/nr/810

 

Skipulagsfulltrúi gaf út framkvæmdaleyfið dags. 27. september 2024, í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Rangárþings ytra. Leyfið er veitt með vísan til 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. 6. og 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, með síðari breytingum.

Vakin er athygli á að ákvörðun sveitarstjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík, sbr. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um leyfið, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Framkvæmdaleyfi ásamt öllum fylgigögnum liggur frammi á skrifstofu Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Gögn framkvæmdaleyfisins má nálgast hér:

1. Umsókn um framkvæmdaleyfi

2. Greinargerð með umsókn

3. Yfirlitsmynd af svæði

4. Álit Skipulagsstofnjunar

5. Gildandi deiliskipulag Uppdráttur

5. Gildandi deiliskipulag greinargerð

6. Virkjunarleyfi Orkustofnunar

7. Samningur Landsvirkjunar við íslenska ríkið

8. Umsögn Forætisráðuneytisins

9. Greinargerð sveitarfélagsins

 

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?