Kosningar í Póllandi - Kjörstaður í Vík
Kosningar í Póllandi verða haldnar 15. október nk. Af því tilefni hefur pólska sendiráðið, í kjölfar hvatningar Tomasz Chochołowicz, formanns enskumælandiráðs Mýrdalshrepps, ákveðið að bjóða upp á kjörstað í Vík sama daga. Allir pólskir ríkisborgarar með kosningarétt geta kosið á kjörstaðnum í Vík með þeim skilyrðum að þeir skrái sig fyrir 10. október. Skráning fer fram á heimasíðu pólska ríkisins, sjá hér.
06. október 2023
Fréttir