Skipulagsmál til kynningar

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

 

Háfshjáleiga 1, 2 og 3. Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á landnotkun fyrir lóðirnar Háfshjáleiga 1, 2 og 3. Breyting á landnotkun verður úr núverandi landbúnaðarnotum í verslunar- og þjónustusvæði. Gert er ráð fyrir fastri búsetu og ferðaþjónustu á svæðinu.

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

 

Borg Þykkvabæ L218544. Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á landnotkun fyrir lóðina Borg L217544. Breyting á landnotkun verður úr núverandi landbúnaðarnotum í verslunar- og þjónustusvæði. Gert er ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu atvinnustarfsemi tengdri stangveiði en á lóðinni er og hefur verið rekin þjónusta við veiðimenn.

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

 

Vinnslutillögurnar eru til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Kynningu lýkur þriðjudaginn 10. október nk klukkan 15.00

Vilji hagsmunaaðilar senda inn ábendingar á þessu stigi er það heimilt en formlegur frestur til athugasemda verður þó gefinn þegar tillagan hefur verið samþykkt til auglýsingar síðar.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?