Yfirlæknir óskast á heilsugæsluna í Rangárþingi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða framúrskarandi yfirlækni á heilsugæsluna í Rangárþingi. Á heilsugæslunni vinnur samhentur hópur af mjög hæfu og lausnamiðuðu starfsfólki að því markmiði að þjónusta skjólstæðinga stöðvarinnar. Rangárþing er einstaklega falleg sveit með góðar samgöngur.

Starfið er leiðtoga- og stjórnunarstarf sem felur í sér faglega, stjórnunarlega og rekstrarlega ábyrgð á starfsemi heilsugæslunnar. Um er að ræða bæði áhugavert og krefjandi starf í skemmtilegum hópi fyrir áhugasaman heilsugæslulækni.

Húsnæði fylgir starfinu og gott aðgengi að leikskólaplássi ef óskað er eftir því.

Nánari upplýsingar má fá með því að smella hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?