07. ágúst 2020
Fréttir
Ný líkamsræktarstöð á vegum World Class hefur nú opnað í nýju viðbyggingunni í íþróttahúsinu á Hellu. Stöðin er heldur betur glæsileg og öll tæki og tól af nýjustu sort. Út næstu viku stendur öllum til boða að koma og æfa án endurgjalds, eða kíkja á nýju stöðina. Opnunartími verður sá sami og hjá sundlauginni til að byrja með, sem er eftirfarandi:
Sumaropnun 25. maí - 25. ágúst:
Mánudaga til föstudaga: 06:30 - 21:00
Laugardaga og sunnudaga: 10:00 - 19:00
Mánudaga til föstudaga: 06:30 - 21:00
Laugardaga og sunnudaga: 10:00 - 19:00
Munum að virða 2 metra regluna á meðan æfingu stendur og að sótthreinsa tæki eftir notkun! Á staðnum er handspritt til afnota og sótthreinsispritt sem nota skal á tækin.