19. apríl 2016
Fréttir
Síðasta vetrardag, 20. apríl klukkan 17:00 - 19:00 verður veturinn kvaddur með vorhátíð við Laugalandsskóla. Hátíðin hefst á hlaupakeppni leikskólabarna, nemenda og foreldra. Að því loknu verður farið í ratleik þar sem leistar verða hinar ýmsu þrautir og einnig verður hin vinsæla kossavél í gangi þar sem hægt er að næla sér í kókósbollu. Að leikjum loknum verður verðlaunaafhending og boðið upp á grillaðar pylsur með meðlæti í boði SS á Hvolsvelli. Aðgangseyrir er kr. 500.- á manninn og frítt fyrir leikskólabörn (ATH ekki posi á staðnum).
Þegar allir hafa gætt sér á veitingunum verður slegið upp sundlaugarpartýi þar sem tónlistin mun óma fram eftir kvöldi. Frítt verður í sund fyrir alla þetta kvöld.
Allir eru velkomnir á hátíðina.