Reglur vinnuskólans 2016
1. Nemendur verða ávalt að vera klæddir í samræmi við veður og vinnuskilyrði. Vinnuskólinn leggur einungis til öryggisfatnað, s.s. endurskinsvesti. Þeim fatnaði ber starfsmönnum að nota við viðeigandi skilyrði.
2. Allt búðarráp á vinnutímum er bannað, þ.m.t. í kaffitímum. Það er því æskilegt að nemendur hafi nesti með sér í kaffitímum.
3. Reykingar, munn-og neftóbaksnotkun og önnur vímuefnanotkun er stranglega bönnuð á vinnutímum. Á þetta við um alla starfsmenn/nemendur vinnuskólans.
4. Notkun GSM síma (SMS, netnotkun eða hringingar) á meðan vinnu stendur er ekki leyfð. Ef nemandi þarf nauðsynlega að hringja er hægt að biðja um leyfi hjá flokkstjórum.
5. Notkun Ipods eða annarra ferðaspilara er leyfð í vinnuskólanum svo lengi sem það komi ekki niður á vinnu nemanda eða öryggi.
6. Engin ábyrgð er tekin á fötum nemenda, reiðhjólum, farsímum eða öðrum hlutum sem þeir hugsanlega taka með sér á vinnustað.
7. Foreldrar/forráðamenn gera viðkomandi flokkstjóra grein fyrir veikindum nemanda.
8. Sýna verður flokkstjórum og öðrum nemendum kurteisi og virðingu.
9. Einelti eða hvers lags stríðni er ekki liðin í vinnuskólanum.
10. Ætlast er til þess að nemendur taki við hverju verkefni sem þeim er úthlutað og vinni það vel að hendi, þó svo verkefnið sé ekki á þeirra áhugasviði.
11. Nemendur skulu ávalt fara vel með öll verkfæri vinnuskólans og bera virðingu fyrir eigum annara.
12. Ef nemandi mætir of seint, eða þarf að fara af einhverjum ástæðum, skal foreldri/forráðamaður láta verkstjóra/flokkstjóra vita.
13. Flokkstjórar áskila sér þann rétt að ef nemendur fari ekki eftir ofangreindum reglum megi þeir senda viðkomandi nemanda launalausan heim að höfðu samráði við yfirmann vinnuskólans. Öll slík tilvik ber að tilkynna til forráðamanna viðkomandi. Við síendurtekin brot getur viðkomandi nemanda verið vikið úr starfi.