Sveitarstjórn Rangárþings ytra ákvað á fundi sínum 10. maí s.l. að framkvæmd yrði viðhorfskönnun meðal íbúa Rangárþings ytra, 18 ára og eldri, á því svæði sem áður tilheyrði Djúpárhrepp. Úrtakið tekur mið af íbúafjölda þann dag sem ákvörðunin var tekin, 10. maí.
Viðhorfskönnunin er til upplýsinga fyrir sveitarstjórn um afstöðu íbúa. Maskína mun framkvæma könnunina og fer hún fram frá 22. maí. Haft verður samband við íbúa í síma (símtal og/eða sms) og vonumst við til að sem flestir gefi sér tíma til að svara.
Spurt verður tveggja spurninga, annarsvegar hversu langt frá þeim stað viðkomandi býr sem til stendur að reisa vindmyllur að nýju og hinsvegar hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) viðkomandi er reisingu á vindmyllum í stað þeirra sem teknar voru niður.
Séu spurningar varðandi viðhorfskönnunina beinum við þeim til sveitarstjóra í s: 4887000 eða á netfangið ry@ry.is