Viðhorfskönnun um fyrirhugað vindorkuver við Vaðöldu og ný þjónustugátt á ry.is

Viðhorfskönnun meðal íbúa Rangárþings ytra um fyrirhugað vindorkuver við Vaðöldu er nú opin.

Könnunin verður aðgengileg til 27. maí næstkomandi á nýrri þjónustugátt sveitarfélagsins, „Mínum síðum“ á ry.is.

Til að opna könnunina og taka þátt þurfa íbúar að skrá sinn inn á „Mínar síður“ með rafrænum skilríkjum. Í tölvu birtist könnunin efst í þjónustugáttinni þegar innskráningu er lokið en í síma þarf að velja valmyndina efst til hægri og síðan „Hlekkir“. Þá birtist könnunin.

Við hvetjum alla íbúa 18 ára og eldri að taka þátt og koma sínum viðhorfum á framfæri.

Hér er beinn tengill á könnunina. Athugið að aðeins íbúar í Rangárþingi ytra geta tekið þátt.

Hér er tengill á kynningu um fyrirhugað vindorkuver.

Vakin er athygli á því að nýja þjónustugáttin „Mínar síður“ er enn í þróun og eins og stendur er þar aðeins hægt að nálgast könnunina og ýmis eyðublöð vegna byggingamála. Innleiðingin mun taka einhvern tíma og verður kynnt betur þegar þar að kemur.