Verkstjóri óskast hjá Sorpstöð Rangárvallasýslu bs.

Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. óskar eftir verkstjóra

Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. óskar eftir að ráða verkstjóra við sorpmóttöku í 100% starfshlutfall á móttökustöðina á Strönd. Um fjölbreytt og margþætt framtíðarstarf er að ræða. Hjá Sorpstöð Rangárvallasýslu starfa um 7 starfsmenn í föstu starfi auk 3-4 í hlutastarfi. Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. er byggðasamlag í eigu Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps og þjónustar alla Rangárvallasýslu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Reglulegar verkáætlanir fyrir starfsmenn á móttökustöðinni á Strönd í samvinnu við framkvæmdastjóra.
  • Skipulagning og stjórnun á daglegu starfi starfsmanna á móttökustöðinni Strönd í samræmi við verkáætlanir.
  • Móttaka viðskiptavina og verkefni er tengjast umsýslu, flokkun og umhleðslu á úrgangi á Strönd.
  • Skráning á mótteknu magni úrgangs á Strönd og meðhöndlun þess.
  • Umsjón með viðhaldi véla, bifreiða og húsnæðis á Strönd í samvinnu við framkvæmdastjóra.
  • Viðhaldsverkefni og tiltekt á móttöku-, urðunar- og flokkunarsvæði á Strönd, eftir þörfum.
  • Umsjón með umsýslu og afhendingu sorpíláta og eftirlit með grenndarstöðvum í samráði við framkvæmdastjóra.
  • Staðgengill framkvæmdastjóra í fjarveru hans.
  • Afleysing bílstjóra á sorp- og gámabíl.
  • Önnur verkefni sem næsti yfirmaður felur starfsmanni og falla að starfssviði hans.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Gerð er krafa um reynslu af stjórnun starfsmanna og umsjón verkefna, auk þekkingar og reynslu af viðhaldi húsnæðis, véla og bifreiða.
  • Gerð er krafa um framúrskarandi hæfni í samskiptum og sveigjanleika.
  • Viðkomandi þarf að hafa meirapróf og vinnuvélaréttindi og sækja reglulega endurmenntun því tengdu.
  • Starfsmaður þarf að vera tölvulæs og geta tileinkað sér þekkingu á helstu forritum sem unnið er með á Strönd.
  • Starfsmaður þarf að geta talað og skilið íslensku og ensku.

 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Víðir Reyr Þórsson, framkvæmdastjóri vidir@ry.is eða í síma 855-1757.

Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2025. Ásamt umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Senda skal umsóknir á Eggert Val Guðmundsson, stjórnarformann á netfangið eggertvalur@ry.is. Allir áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.