Vefmæling á vefnum www.ry.is hófst þann 8. mars 2012 og hafa heimsóknir á vefsíðuna síðan þá verið 24.398 talsins. Þar af eru 7.127 heimsóknir frá einstökum aðilum eða einstökum tölvum. Síðan hefur verið skoðuð 1.924 sinnum í gegnum snjallsíma eða spjaldtölvu. Innan síðunnar hefur verið flakkað 91.218 sinnum. Hver notandi dvelur að meðaltali um 3 mínútur og 25 sekúndur inni á síðunni.
Flestir heimsóttu heimasíðuna þann 13. nóvember en þá var síðan heimsótt 277 sinnum. Næstflestir heimsóttu síðuna þann 8. nóvember en þá voru heimsóknir 206 talsins. Meðalfjöldi heimsókna á dag er um 82 talsins.
Vinsælustu síður eða vinsælasta efni heimasíðunnar er eftirfarandi:
1. Forsíðan/Upphafssíðan
2. Undirsíðan „Fundargerðir“
3. Undirsíðan „Fundargerðir hreppsnefndar“
4. Undirsíðan „Fræðslumál“
5. Undirsíðan „Fundargerðir hreppsráðs“
6. Undirsíðan „Sveitarstjórn“
7. Undirsíðan „Skipulags- og byggingarmál“
8. Undirsíðan „Búkolla“