Vakin er athygli  á Styrktarsjóði EBÍ

Styrktarsjóður EBÍ var stofnaður árið 1996 og er tilgangur sjóðsins að styrkja, með fjárframlögum, sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum í aðildarsveitarfélögum EBÍ.  Mörg ólík verkefni hafa verið styrkt, en sammerkt er með þeim að þau teljast ekki til almenns rekstrar sveitarfélagsins heldur er hér yfirleitt um að ræða sérstök framfaraverkefni í þágu byggðarlaganna.

Rangárþing ytra er eitt af aðildarsveitarfélögum EBÍ og er því heimilt að senda inn umsókn í sjóðinn.

Hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn og rennur umsóknarfrestur út í lok apríl.

Upplýsingar gefa Anna Sigurðardóttir og Þuríður Dag Jónsdóttir - Styrktarsjóði EBÍ- brunabot@brunabot.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?