11. janúar 2017
Fréttir
Undankeppni Samfés á Suðurlandi verður haldin í Íþróttahúsinu á Hellu á föstudagskvöld og er það félagsmiðstöðin Hellirinn á Hellu sem hefur séð um allan undirbúning. Það eru 11 félagsmiðstöðvar allsstaðar af á Suðurlandi sem koma og taka þátt og er þetta stærsti viðburður sem haldinn er ár hvert á vegum félagsmiðstöðva á Suðurlandi.
Félagsmiðstöðin Hellirinn hélt undankeppni þann 30. nóv. sl. Og stóðu þar uppi sem sigurvegarar Bergrún Anna Birkisdóttir og Heiðar Óli Guðmundsson, þau verða því fulltrúar okkar í USSS.
1. og 2. sæti USSS á föstudag munu svo verða fulltrúar Suðurlands í Samfés sem fer fram síðustu helgina í mars í Laugardalshöllinni.
Eftir söngkeppnina verður svo slegið upp balli með hinum eina sanna Páli Óskari!