Besta skreytta húsið: Þórhallur og Lóa Freyvangi 6
Besta skreytta húsið: Þórhallur og Lóa Freyvangi 6

Það er orðinn árviss hefð að markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd sveitarfélagsins blæs til jólaskreytingakeppni á aðventunni.

Keppt var í þremur flokkum í ár og fjölmargar tilnefningar bárust.

Best skreytta húsið: Freyvangur 6

Þau Þórhallur og Lóa  eru vel að því komin að hljóta verðlaun fyrir best skreytta húsið. Þau lagt mikið í skreytingarnar, bæði úti og inni. 

Best skreytta tréð: Anton Pétursson Heiðvangi 22

Tréð hjá Antoni er einstaklega vel snyrt og fallega skreytt grenitré. Það hlýtur titilinn „best skreytta tréð 2025“.

 Best skreytta fyrirtækið: Skeiðvellir

 Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd þakkar innsendar tilnefningar og óskar sigurvegurum innilega til hamingju.