Buggy X-treme Iceland á Hellu hlaut veglegan styrk í síðustu úthlutun til markaðssetningar.
Buggy X-treme Iceland á Hellu hlaut veglegan styrk í síðustu úthlutun til markaðssetningar.

Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi.

Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands:

  • Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi
  • Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi
  • Að styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi

Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að hafa samband í síma 480 8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið styrkir@sudurland.is  

Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn www.sass.is

Umsækjandi þarf að skrá sig inn á umsóknarformið með íslykli eða með rafrænum skilríkjum. Ef sótt er um í nafni lögaðila s.s. fyrirtækis, stofnunnar eða félagasamtaka þarf viðkomandi lögaðili að sækja um styrk á íslykli eða rafrænum skilríkjum þess lögaðila.

Starfandi fyrirtæki eru sérstaklega hvött til að sækja um styrk vegna nýsköpunarverkefna.

Upplýsingar um úthlutunarreglur, leiðbeiningar við gerð umsókna og viðmið við mat á umsóknum er að finna hér

Umsóknir skulu berast fyrir kl. 16.00 þann 9. október 2018.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?