Umhverfisvika í Rangárþingi ytra 22. – 28. maí

Umhverfisvika í Rangárþingi ytra 22. – 28. maí

Í umhverfisvikunni verður lögð áhersla á að auka umhverfisvitund og ábyrgð íbúa og fyrirtækja á sínu nærumhverfi. Við berum öll ábyrgð!

Við vekjum athygli á!

  • Það er komin sumaropnun hjá Sorpstöð Rangárvallasýslu og á miðvikudögum er opið til kl. 18:30 og laugardögum til kl. 16:00.
  • Sorpstöð Rangárvallasýslu hefur auglýst sumarhreinsun fyrir íbúa í dreifbýli og þurfa pantanir að berast fyrir 24. maí á strond@rang.is
  • Laugardaginn 27. maí verður opinber Plokkdagur í Rangárþingi ytra þar sem allt var á kafi í snjó þegar Stóri Plokk dagurinn fór fram.

Hvetjum íbúa til að fylgjast með á miðlum sveitarfélagsins og taka virkan þátt með því að laga til í sínu nærumhverfi.

Umhverfisnefnd Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?