22. ágúst 2017
Fréttir
F.v. Kristinn G. Garðarsson, Hrefna Sigurðardóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Ólafur A. Guðmundsson, Valtýr Valtýsson f.h. Veiðivatna og Hjalti Tómasson formaður Umhverfisnefndar.
Í tengslum við Töðugjöldin á Hellu voru afhent hin árlegu Umhverfisverðlaun sveitarfélagsins Rangárþings ytra. Margar tilnefningar bárust og var úr vöndu að velja. Formaður Umhverfisnefndar veitti viðurkenningar.
Umhverfisverðlaun hlutu:
Snyrtilegt umhverfi:
Veiðivötn / veiði- og fiskiræktarfélag Landmannaafréttar
Vel hirtur garður og snyrtilegt umhverfi:.
Kristinn G. Garðarsson og Hrefna Sigurðardóttir við Ártún 1,
Fallegur og vel hirtur garður:
Guðrún Guðmundsdóttir og Ólafur A. Guðmundsson við Borgarsand 7