Tónlistarskóli Rangæinga hélt upp á dag tónlistarskólans

Tónlistarskóli Rangæinga hélt opið hús á degi tónlistarskólans, 7. febrúar, í húsakynnum sínum á Hvolsvelli. Mikill gróska er í starfi skólans sem starfar í allri Rangárvallasýslu og heldur úti kennslu á Hvolsvelli, Hellu, Laugalandi og á Selfossi.

Sandra Rún Jónsdóttir, skólastjóri tónlistarskólans, segir mikla eftirvæntingu ríkja meðal kennara og nemenda fyrir nýju rými tónlistarskólans í nýbyggingu grunnskólans á Hellu sem verður hannað sérstaklega með þarfir tónlistarkennslu í huga.

Starf skólans er lifandi og fjölbreytt. Nýlega voru til dæmis haldnir þemadagar þar sem var boðið upp á ýmsar spennandi smiðjur á borð við lagasmíðar, hljóðfæragerð og fleira. Kennarar skólans halda einnig nemendatónleika við hver annarlok sem öllum er velkomið að sækja.

Á opna deginum bauðst gestum að kíkja í heimsókn, hitta kennara og prófa hljóðfæri. Starfsfólk skólans hafði svo límt upp á veggi ýmsan skemmtilegan fróðleik um skólann og nú skulum við leyfa myndunum að tala sínu máli.

 Christiane, aðstoðarskólastjóri, kynnir áhugasama stúlku fyrir blokkflautum

 

Jón Ísak, gítarkennari, stillir sér upp með hluta gítarsafns skólans

 

 

Námsgögnin eru ansi fjölbreytt

 

 Nokkrir nemendur tóku lagið, þeirra á meðal þessi stúlka sem lék fagra tóna á píanó

 

 

Áhugasöm geta kynnt sér skólann betur á heimasíðu hans tonrang.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?