Hin árlegu og vinsælu Töðugjöld í Rangárþingi ytra.
Hátíðin er haldin af íbúunum sjálfum fyrir íbúa og aðra velunnara. Allir íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að skreyta hjá sér hús og garða í sínum litum. Verðlaun verða veitt fyrir best skreytta húsið eða býlið og fyrir frumlegasta húsið og er tekið við tilnefningum hjá Sólveigu í síma 863-7273 eða Ingibjörgu í síma 847-3513. Tilnefningar þurfa að hafa borist fyrir kl: 12:00 á laugardeginum. Dómnefnd mun velja úr tilnefndum húsum. GLÆSILEG VERÐLAUN Í BOÐI AUK FARANDBIKARS. ÍBÚAR í dreifbýli og fyrirtæki eru hvött til að vera með! Gulir fyrir austan Hellu, grænir fyrir vestan Hellu, rauðir í Þykkvabæ og bláir í miðbæ Hellu
Fimmtudagskvöld 14. Ágúst.
Síðustu tónleikar í Odda
Oddakirkja kl. 20:00. Um tónlistina sjá Kirkjukórinn, ásamt Ómari og sveitasonum og Þórarinn Eldjárn rithöfundur og skáld mun lesa upp úr verkum sínum.
Aðgangseyrir kr: 1500, innifalið kaffi og meðlæti.
Föstudagur 15. Ágúst
Gul Oddakirkja býður börnum, stórum sem smáum í regnbogaratleik og barnahelgistund kl. 17:00. Djús og kex á eftir.
Íbúarölt hefst kl. 20:00 Í gula hverfinu verður tekið á móti gestum í eða við þau hús þar sem kveikt er á kerti eða kyndli fyrir utan.
Laugardagur 16. ágúst
09:00 Hefjum daginn með góðum morgunverði í KÖKUVALI á Hellu. Um kl. 10:00 liggur leiðin í Ægíssíðuhelli þar sem Sr. Guðbjörg Arnardóttir byrjar dagskránna með hugvekju, Fríða Hansen mun syngja.
Um 11:00 hittum við Unni og Braga í Bollanum á árbakkanum þar sem þau leiða okkur í létta MORGUNGÖNGU og segja frá sögu Helluþorps, mun gangan enda við Heklu handverkshús, sem býður uppá kaffi og eitthvað góðgæti í tilefni 10 ára afmæli. 30% afsláttur af sölu dagsins verður varið til Dvalarheimilis Lundar.
Hestar verða á staðnum og hægt að láta teyma sig og fá tilfinningu fyrir þarfasta þjóni Íslendinga, á milli kl: 12 – 13:00 við Heklu Handverkshús
12-14:30 Sjö manna fótboltamót skráning hjá Guðmundi Gunnari í síma
848-9069 eða Helgi í síma 868-6226
13 -17:00
Víkingarnir úr Hafnarfirði slá upp þorpi og verða þeir væntanlega á árbakkanum, margt spennandi að sjá.
Paint ball skotbás verður á staðnum.
Skottsala við Hekluhandverkshús, kíkið í geymslurnar og komið með bílinn fullan af varningi.
Handverkssýning á útsaumuðum myndum eftir Krístínu í Háfi í Selinu.
Sölubásar verða í Selinu við Skólann.Hægt er að leigja bás á kr. 3000.- Skráning í síma. 892-5357
Postularnir frá Selfossi munu skreyta þorpið okkar með komu sinni og sína okkur tryllitækin sín.
13.00 Legobyggingakeppni /trölladeig/leir skreyting. Keppendur hanna og byggja/búa til módel heima. Móttaka módela er á milli 11:30-12:00 í anddyri Íþróttahússins .Kosið verður um flottasta módelið, keppt í tveimur flokkum 6 ára og yngri – 7 ára og eldri. Uppl. Hjá Theresu í síma 867-8247
Hoppukastalar.
Andlitsmálun fyrir börn.
14:30 hefst barna og fjölskylduskemmtunin. Hinn landsþekkti Felix Bergsson stjórnar dagskrá og verður með einhverjar uppákomur.
Hæfileikakeppni barna, keppt verður í tveimur flokkum 8 ára og yngri – 9 ára og eldri. Skráning við sviðið á milli kl 13:30 -14:00
Kassabílarallý HEIMASMÍÐAÐIR bílar. Skráning við sviðið á milli kl 13:30 -14:00
Zumba fitness í umsjón Gabríellu. Þar sem hún lætur alla taka þátt.
17:00-20:00 Nú förum við heim, grillum og skreytum okkur sjálf fyrir kvöldið.
20:00 stundvíslega hittast litirnir með skrúðgöngustjóra sínum sem mun leiða skrúðgönguna frá hverju hverfi með miklum hávaða niður á íþróttavelli þar sem litirnir mæta í sitt horn kl. 20:30. Allir velkomnir með. Þá hefst hávaðakeppni og mælinn fræga mun Svanur og lögregla sjá um, svo allt sé löglegt.
20:45 Kvöldvaka hefst á sviði við íþróttavöll. Felix Bergsson sér um að halda uppi fjörinu. Partí kerran verður á Staðnum.
Keppt verður í reiptogi og pokahlaupi og mun Felix stjórna því ásamt skrúðgöngustjórum sem hverfin verða búin að velja.
Verðlaunaafhending fyrir best skreytta húsið og einnig það frumlegasta.
Sigurvegarar úr hæfileikakeppni barna sýna atriði sín.
Söngatriði Hvar er Jónas.
Brekkusöngur með Ómari Diðriks hefst um kl.22:15.
Flugeldasýning Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu.
Húsband Hellubíó endar Töðugjöldin með dúndurstuði í Hellubíói.
Sunnudaginn 17. Ágúst
Glódís Margrét Guðmundsdóttir heldur Tónleika í Safnaðarheimilinu Hellu kl 14:00 Aðgangseyrir á tónleikana er 1500 krónur. Frítt er fyrir eldri borgara og börn, 12 ára og yngri. Athugið að enginn posi verður á staðnum. Boðið verður uppá kaffi og léttar veitingar eftir tónleikana.
Eftirtaldir aðilar styrkja Töðugjöldin og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir.
Rangárþing ytra- Arion banki- Flugbjörgunarsveitin Hellu, Húsasmiðjan. Kjarval Olís , Reykjagarður,Samverk- Vís- Raffoss - Bílaþjónustan- Dýralæknismiðstöðin-Gröfuþjónusta Benedikts-Fannberg - Kökuval - Tannlæknastofa Petru – Trésmiðja Ingólfs- Árhús-Klippistofan Hellu- Mosfell- Bílaverkstæði Rauðalæk- Helluverk/Maggi- Þvottahúsið Hekla- Hellubíó- Ljósá- Guesthouse Nonni – Annir/Bubbi- Verkalýðsfélag Suðurlands - Lífeyrissjóður Rangæinga – Rafmagnsþjónusta Árna Þórs-Þjótandi- EEt bílar- Þvottahúsið Rauðalæk- Söluskálinn Vegamótum- Klippistofan Hellu -Kanslarinn- Sláturhús/pakkhús Hellu- -Mosfell- Shou sjúkraþjálfun -Hótel Ranga- Þykkvabæjar- Hjá Guðjónó- Guðmundur Skúlason- Fiskás Gámaþjónustan- Húsblikk – Sláturfélag Suðurlands