Það verður svo sannarlega glaumur og gleði á Hellu á Töðugjöldum. Töðugjöld verða haldin í 27. skiptið en þau hafa verið haldin nær óslitið frá árinu 1994 að undanskildum árunum 2020 og 2021 og vitum við hvers vegna. Töðugjöld fara fram 12.-14. ágúst í ár!
Dagskráin er að skýrast og verður hún svo sannarlega fjölbreytt. Meðal atriða má nefna bílasýningu á árbakkanum, frisbígolfmót, Leikhópinn Lottu, Friðrik Dór og Jakob Birgis. Einnig er verið að undirbúa alvöru reiðhallarball í Rangárhöllinni!
Við keyrum í gang degi fyrr en vanalega en fimmtudagskvöldið 11. ágúst verða tónleikar með listamönnum úr héraði sem verða betur auglýstir þegar nær dregur...
Í ár er það græn / appelsínugula hverfið sem býður heim en gula hverfið undirbýr hátíðina í samvinnu við markaðs- og kynningarfulltrúa sveitarfélagsins.
Litaskiptingu hverfanna má sjá hér að neðan: