21. janúar 2025
Fréttir
Í nóvember 2024 kallaði sveitarfélagið eftir hugmyndum íbúa um götuheiti í Bjargshverfi sem verður nýtt hverfi á Hellu, vestan Rangár. Gert er ráð fyrir allt að 100 íbúðaeiningum af mismunandi tegundum; einbýlis-, par- og raðhúsum.
Fjöldi hugmynda barst eða um 50 tillögur með rúmlega 400 heitum frá fleiri en 30 aðilum.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um tillögurnar og vill þakka þeim sem sáu sér fært að senda inn tillögur. Nefndin leggur fram eftirfarandi útfærslu til samþykktar hjá sveitarstjórn:
Tillögur nefndarinnar byggja á innsendum tillögum en eru ekki úr einni og sömu tillögunni. Margar hugmyndanna voru á svipuðum nótum, með vísan í Bjarg og ákveðin nöfn og/eða kennileiti í nágrenninu.