Tilkynning vegna 17. júní - hestaumferð

17. júní fögnum við 80 ára lýðveldisafmæli og vegna hátíðahaldanna á Hellu verður örlítil hestaumferð um þorpið:

  • Kl. 12 hefst hestafimleikasýning á íþróttavellinum og í kjölfarið verður teymt undir krökkum. Riðið verður með hestana til og frá hesthúsahverfinu, fyrir og eftir viðburðinn.
  • kl. 13:30 fer skrúðganga frá Miðjunni að íþróttahúsinu (sjá mynd hér fyrir neðan). Reiðmenn munu leiða gönguna að hátíðlegum sið.

Við vonum að þetta valdi engum óþægindum og að sem flest takið þátt í fögnuðinum. Hugað verður að því að ónæði verði sem minnst og umgengni sem best.

 

Vegna framkvæmda við Þrúðvang mun gangan fara frá Miðjunni, upp Dynskála, því næst upp Freyvang og loks niður Þingskála í átt að íþróttahúsinu.

 

Dagskrá hátíðahaldanna á Hellu:

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?