20. ágúst 2024
Fréttir

Vegna viðgerða verður heitavatnslaust á hluta af Hellu dagana 21. og 28. ágúst næstkomandi.
21. ágúst - Heitavatnslaust við Þrúðarvang (veitur.is)
28. ágúst - Heitavatnslaust á Hellu (veitur.is)
Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.