14. ágúst 2019
Fréttir
Sökum mikilla þurrka undanfarið, og lækkandi grunnvatnsstöðu, þá er mikið álag á veitukerfi sveitarfélagsins. Nú sem aldrei fyrr er því mikilvægt að fara sparlega með vatn og yfirfara hvort einhversstaðar er sírennsli. Íbúar og aðrir sem tengdir eru vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps eru beðnir um að stilla allri vökvun og almennri vatnsnotkun í hóf. Þetta á einkum við svæðið vestan Ytri-Rangár.