22. febrúar 2018
Fréttir
Þetta á við um Helluveitu- þ.e. notendur á Hellu og austan Hellu. Niðurstöður sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bentu til að yfirborðsvatn hefði komist í vatnsból hjá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps - Helluveitu í síðustu viku. Strax var gripið til aðgerða og samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum nýrrar sýnatöku er óhætt að álykta að ástandið sé liðið hjá. Til að gæta fyllsta öryggis verður áfram fylgst náið með vatnsgæðum með vikulegum sýnatökum.