Tilkynning frá Sorpstöð Rangárvallasýslu - breyting á sorphirðuáætlun!

Tilkynning frá Sorpstöð Rangárvallasýslu - breyting á sorphirðuáætlun!

Eftir ábendingar frá íbúum og úttekt starfsmanna sorpstöðvarinnar á flokkun hefur verið ákveðið að breyta tíðni sorphirðu á þann veg að nú verður pappi, plast og almennt sorp tekið á sex vikna fresti. Áður var pappi tekinn á fjögurra vikna fresti en almennt og plast á átta vikna fresti.

Breytingin tekur gildi strax í næstu umferð og hefst því söfnun á almennu sorpi á þriðjudag 6. ágúst. Sorphirða verður því eins og hér segir:

6. – 16. ágúst verður safnað almennu og lífrænu.

 19. – 30. ágúst verður safnað pappa og lífrænu

2. – 13. sept verður safnað plasti og lífrænu

Sorp verður tekið þriðjudag til föstudags í næstu viku í stað mánudags til fimmtudags vegna frídags verslunarmanna.

 

Minnum á mikilvægi þess að flokka rétt í tunnurnar annars er ekki hægt að tæma þær. Plast á að vera í plastpokum annars fýkur það við tæmingu og mikilvægt er að aðgengi fyrir sorpbílinn sé fullnægjandi.

 

Áfram verður alltaf hægt að fara með umfram heimilissorp á grenndarstöðvar sem og á Strönd.

 

Nýtt sorphirðudagatal verður gefið út fljótlega sem mun taka mið af þessum breytingum. Sorphirðudagatalið verður aðgengilegt á heimasíðum sveitarfélaganna.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?