Þorrablótin í Rangárþingi ytra 2025

Þorrinn nálgast óðfluga og hér í Rangárþingi ytra verða haldin þrjú blót:

25. janúar: Þorrablót Landmanna að Brúarlundi

  • Þorramatur, gamanmál og Kristinn Ingi og Gunnar Bjarki halda uppi stuðinu.
  • Jóhanna Hlöðversdóttir tekur við miðapöntunum fram til miðvikudagskvölds 21. janúar (sími 847015).
  • Miðasala verður á Brúarlundi fimmtudagskvöldið 23. janúar á milli kl. 20 og 22 (enginn posti).
  • Miðaverð er 12.000 kr.
  • Húsið opnar kl. 20 og blótið hefst kl. 20:30.

15. febrúar: Þorrablót Rangvellinga í íþróttahúsinu á Hellu

  • Miðasala verður í tengibyggingu íþróttahússins á Hellu 8. febrúar 2025 á milli kl. 11 og 14.
  • Miðaverð er 13.500 í forsölu þann dag og 15.000 kr. eftir það.
  • Húsið opnar kl. 19, borðhald hefst kl. 20 og húsið lokar kl. 03:00.
  • Stuðlabandið leikur fyrir dansi.

 

22. febrúar: Þorrablót Holtamanna á Laugalandi

  • Húsið opnar kl. 20 og borðhald hefst kl. 21.
  • Hljómsveitin Bland leikur fyrir dansi.
  • Miðasala á Laugalandi 15. febrúar kl. 11–15, posi á staðnum.
  • Miðaverð er 13.500 kr.
  • Fröken Selfoss sér um veitingar.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?