Þjónustumiðstöð Rangárþings ytra auglýsir eftir verkstjóra, flokkstjórum, sláttumönnum og unglingum sumarið 2019.
Vinna verkstjóra felst í því að hafa yfirumsjón með vinnuskólanum 2019. Skilyrði er að viðkomandi sé með bílpróf og 20 ára. Viðkomandi þarf að búa yfir leiðtogahæfni og góðum skipulagshæfileikum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. – 10. maí en þó ekki skilyrði.
Vinna flokkstjóra felst í að hafa umsjón með og verkstýra unglingum á aldrinum 13 – 16 ára, við margvísleg umhverfistengd verkefni. Umsækjendur þurfa að vera góð fyrirmynd í stundvísi og vinnusemi og æskilegt er að þeir hafi náð 18 ára aldri. Bílpróf er skilyrði.
Sláttumenn með réttindi til að aka dráttarvélum, lágmarksaldur 17 ára. Sömu kröfur eru gerðar til aðstoðarfólks um stundvísi og vinnusemi.
Unglingar fæddir á árunum 2003 -2006 sem áhuga hafa á því að starfa við vinnuskólann á komandi sumri, eru einnig hvattir til að senda inn umsóknir sínar en ráðgert er að starfsemi vinnuskólans hefjist þriðjudaginn 4. júní 2019 kl. 8.00.
Ráðgert er að ganga frá ráðningum sumarfólks eigi síðar en 24. apríl 2019.
Nánari upplýsingar veitir Heimir, sími: 780-8833, netfang: heimir@ry.is. Hægt er að sækja um á vefsíðu Rangárþings ytra (www.ry.is) eða í afgreiðslunni að Suðurlandsvegi 1.
Umsóknarfrestur til 12. apríl n.k.
Skemmtileg sumarvinna með góðu fólki