25. nóvember 2024
Fréttir
Þann 25. nóvember til 10. desember fer fram árlegt 16 daga átak Sorptimistasambands Íslands gegn kynbundnu ofbeldi.
Þetta átak byrjar á alþjóðlegum degi Sameinuðu Þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi, 25. nóvember og kallast „Þekktu rauðu ljósin“. Áherslan í ár eru forvarnir gegn ofbeldi á netinu, (stafrænt ofbeldi).
Átakið endar á alþjóðadegi Soroptimista 10. desember.
Áherslan er áfram á mikilvægi þessa að við öll tökum höndum saman og lærum að þekkja viðvörunarbjöllurnar. Algengt er að ungar konur og stúlkur verða fyrir ofbeldi á netinu.
Af þessu tilefni flaggar sveitarfélagið appelsínugulum fána til að vekja athygli á þessu mikilvæga átaki.
Nánari upplýsingar um átakið eru á heimasíðu Soroptimistasambands Íslands, https://www.soroptimist.is/