Tillaga Landmótunar sf og VA-arkitekta ásamt Erni Þór Halldórssyni arkitekt – Þar sem ljósgrýtið glóir, sigraði hugmyndasamkeppni um deiliskipulag og hönnun Landmannalauga. Sveitarfélagið Rangárþing ytra í samvinnu við Umhverfisstofnun og Félag íslenskra landslagsarkitekta (Fíla) efndu til samkeppninnar.
Megin markmið hugmyndarinnar er endurheimt landgæða og styrkja ímynd Landmannalauga sem stórbrotið náttúrusvæði og þannig raska sem minnst náttúru og lífríki svæðisins. Við Laugar er lagt til að sem flest mannleg spor séu fjarlægð en haldið er í skála Ferðafélagsins sem er eitt af kennileitum svæðisins. Tjaldsvæði er flutt norður fyrir Námshraun og staðsett í skjóli við hraunkantinn. Þar er byggð upp þjónustuaðstaða og gistiskálar í u.þ.b 15 mín göngufjarlægð frá Laugum. Byggingar eru lágstemmdar, byggðar úr ljósu timbri sem fellur vel af líparítinu sem einkennir landslagið. Lögð er áhersla á látleysi, sveigjanleika og umhverfisvernd.
Í umsögn dómnefndar segir meðal annars: Um sterka og djarfa skipulagshugmynd er að ræða sem getur myndað góðan grunn fyrir áframhaldandi skipulagsvinnu á svæðinu. Djörf hugmynd er að hafa nýtt þjónustuhús og aðstöðu fyrir daggesti við Námskvísl. Tillagan hefur í för með gjörbreytta ásýnd Laugasvæðisins. Færsla vegar við gatnamót við Fjallabaksleið opnar gestum sýn inn í Laugar.
Með því að smella hér má sjá mynd af tillögunni.
Og hér má sjá Dómnefndarálitið
Hér má sjá vinningshafana, fulltrúa Landmótunar sf og VA-arkitekta ásamt Erni Þór Halldórssyni arkitekt