Hella
Hella

Taka þátt í könnun!

Vinna við gerð atvinnu- og nýsköpunarstefnu Rangárþings ytra er hafin. Íbúar, atvinnurekendur og aðrir áhugasamir eru hvattir til þess að taka þátt í stuttri könnun sem nýtt verður við gerð stefnunnar. Könnuninni lýkur 9. maí. 

Ákveðið var í kjölfarið á atvinnumálþingi sem haldið var 23. mars s.l. að hefja vinnu við gerð atvinnu- og nýsköpunarstefnu. Atvinnu- og menningarmálanefnd fjallaði um helstu niðurstöður málþingsins á fundi sínum 12. apríl og lagði þar til að hafin yrði vinna við atvinnu- og nýsköpunarstefnu. Sveitarstjórn tók það til umræðu á fundi sínum 15. apríl og fól atvinnu- og menningarmálanefnd að vinna stefnuna. Nú er verkefnið hafið í samvinnu við SASS og er hér lögð fram könnun sem liður í stefnumótunarferlinu.

Unnið verður með niðurstöður atvinnumálþingsins „Hvað gerum við?“ ásamt því að atvinnurekendum og íbúum verður gefinn kostur á því að koma með innlegg í gerð stefnunnar með því að svara könnuninni. Einnig er brottfluttum, þeim sem hér dvelja í lengri og skemmri tíma og öðrum þeim sem áhuga hafa á atvinnulífi og nýsköpun í Rangárþingi ytra frjálst að svara.

Stefnt er að því að kynna drög að atvinnu- og nýsköpunarstefnu Rangárþings ytra í lok maí 2021.

Fyrirspurnir vegna atvinnu- og nýsköpunarstefnu skal senda á eirikur@ry.is einnig er hægt að hafa samband í s: 4887000.

Taka þátt í könnun!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?