Sumarstarf við Sorpstöðina á Strönd

Sorpstöð Rangárvallasýslu óskar eftir sumarstarfsmanni

Sorpstöð Rangárvallasýslu b.s óskar eftir að ráða sumarstarfsmann í 100% starfshlutfall á móttökustöðina á Strönd. Starfstímabilið er frá 15. maí-20. ágúst 2025 eða eftir nánara samkomulagi. Hjá Sorpstöð Rangárvallasýslu starfa um 7 starfsmenn í föstu starfi auk 3-4 í hlutastarfi. Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. er byggðasamlag í eigu Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps og þjónustar alla Rangárvallasýslu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Móttaka og leiðbeiningar til viðskiptavina móttökustöðvarinnar
  • Vinnsla og flokkun úrgangs
  • Vinna við að halda nærumhverfi móttökustöðvarinnar snyrtilegu
  • Möguleg vinna við sorplosun á Hellu og Hvolsvelli
  • Önnur verkefni sem næsti yfirmaður felur starfsmanni og falla að starfssviði hans

Hæfniskröfur:

  • Hæfni í mannlegu samskiptum og rík þjónustulund
  • Getu til að vinna undir álagi
  • Getu til að vinna bæði sjálfstætt og í hópi
  • Góður skilningur á íslensku, bæði rituðu máli og töluðu

Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið, umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2025. Umsækjendur verða að hafa náð 16 ára aldri.

Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Víðir Reyr Þórsson framkvæmdastjóri í síma 855-1757 eða á netfanginu vidir@ry.is.

Senda skal umsóknir á Eggert Val Guðmundsson, stjórnarformann á netfangið eggertvalur@ry.is. Allir áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.