15. febrúar 2012
Fréttir
Frá Markaðsstofu Suðurlands og Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands:
Nú ætlum við hjá Markaðsstofu Suðurlands og Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands að endurtaka landshlutasýninguna sem tókst svo vel í fyrra. Í ár köllum við sýninguna ,,Suðurland í sókn “ og verður hún í Ráðhúsi Reykjavíkur um miðjan mars. Eins og í fyrra verða tveir sýningardagar. Föstudagurinn 16. mars og laugardagurinn 17. mars.
Þema sýningarinnar verður matur og ferðaþjónusta á Suðurlandi.
Sérstök opnun verður síðdegis á föstudeginum frá klukkan 17:00 – 19:00 þar sem fagaðilum, ferðaskipuleggjendum, bókunarmiðstöðvum, ferðaskrifstofum og þeim sem eru að kaupa þjónustu á Suðurlandi verður boðið í sérstaka móttöku.
Á laugardeginum milli klukkan 10:00 – 17:00 verður neytendasýning þar sem gestum og gangandi verður boðið að koma og kynna sér það sem við Sunnlendingar höfum uppá að bjóða.
Við viljum hvetja fyrirtæki og stofnanir á Suðurlandi til að taka þátt í sýningunni og eiga þannig þátt í að gera landshlutann sýnilegan. Þátttökukostnaður er 30.000 kr. á fyrirtæki. Allir sýnendur borga sömu upphæð hvort sem þeir eru þátttakendur í gegnum klasaverkefni, svæði eða annað.
Um er að ræða 30 borð sem verða á sýningunni og munu aðilar að Markaðsstofu Suðurlands ganga fyrir í bókunum.
Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á þátttöku vinsamlega hafið samband við
Maríu hjá Markaðsstofu Suðurlands netfang maria@south.is sími 483 5555 fyrir 27.02.2012
Á laugardeginum milli klukkan 10:00 – 17:00 verður neytendasýning þar sem gestum og gangandi verður boðið að koma og kynna sér það sem við Sunnlendingar höfum uppá að bjóða.
Við viljum hvetja fyrirtæki og stofnanir á Suðurlandi til að taka þátt í sýningunni og eiga þannig þátt í að gera landshlutann sýnilegan. Þátttökukostnaður er 30.000 kr. á fyrirtæki. Allir sýnendur borga sömu upphæð hvort sem þeir eru þátttakendur í gegnum klasaverkefni, svæði eða annað.
Um er að ræða 30 borð sem verða á sýningunni og munu aðilar að Markaðsstofu Suðurlands ganga fyrir í bókunum.
Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á þátttöku vinsamlega hafið samband við
Maríu hjá Markaðsstofu Suðurlands netfang maria@south.is sími 483 5555 fyrir 27.02.2012