Umsóknarfrestur er til 28.12.2011
Iðnaðarráðuneytið í samvinnu við Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis í þeim tilgangi að draga úr orkunotkun og þar með kostnaði við upphitun þess er beint að húsnæði sem byggt er fyrir 1945, áður en lágmarkskröfur til einangrunargilda (U-gilda) byggingarhluta voru settar í byggingarreglugerðir.
Um styrk getur sótt hver sá eigandi húsnæðis (byggt fyrir 1945) sem fær húshitunarkostnað sinn niðurgreiddan úr ríkissjóði. Upphæð styrks til einstakra verkefna getur numið allt að kr. 600.000 en þó aldrei hærri upphæð en 50% af innkaupsverði efnis.
Við mat á umsóknum verður horft til orkunotkunar húsnæðis. Forgang hafa verkefni til endurbóta þar sem orkunotkun hefur reynst verulega mikil í samanburði við viðmiðunargildi fyrir sambærilegt húsnæði.
Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Orkuseturs www.orkusetur.is
Nánari upplýsingar fást í síma 569 6085. Einnig er hægt að hafa samband við Orkusetur á netfanginu sif@os.is