Starfskraftur óskast

 

Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu - FEBRANG óskar eftir að ráða starfskraft sem á auðvelt með mannleg samskipti, er vel tæknifær og hugsar í lausnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfskrafturinn annast daglegan rekstur félagsins í samráði við stjórn. Uppfærir félagatal, selur efni í handverki, skipuleggur ferðir og er fararstjóri í ferðum félagsins. Hann viðheldur vefsíðu og Facebook síðu félagsins situr stjórnarfundi, auk annarra tilfallandi verkefna.

Hæfniskröfur
Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Gott almennt tæknilæsi og tölvukunnátta.
Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt 133. launaflokki, 6% persónuálagi (forstöðumaður félagsstarfs aldraðra).
Um 25% starf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar veitir formaður FEBRANG, Jón Ragnar Björnsson, í síma 6990055, netfang: febrang2020@gmail.com.
Umsóknum um starfið þarf að skila í tölvupósti (netfang febrang2020@gmail.com) eða bréflega til formanns, Bogatúni 13, 850 Hella fyrir 5. jan. 2024.

Stjórn FEBRANG

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?