Laus er til umsóknar staða leikskólastjóra við leikskólann Heklukot á Hellu sem er í Rangárþingi ytra.
Heklukot er þriggja deilda leikskóli, með um 60 dvalarpláss fyrir börn á aldrinum eins til fimm ára. Heklukot fékk Grænfánann afhentan sl. vor og er unnið að innleiðingu á heilsustefnunni í leikskólanum.
Hella er í um 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Á Hellu búa u.þ.b. 700 manns en í sveitarfélaginu Rangárþingi ytra eru um 1.500 íbúar. Góð þjónusta er í sveitarfélaginu þ.á.m. grunnskóli, heilsugæsla, verslanir og frábær íþrótta- og útivistaraðstaða í einstaklega fallegu héraði.
Auglýst er eftir jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi með leikskólakennaramenntun og viðbótarmenntun í stjórnun. Hæfni í mannlegum samskiptum er mikilvæg. Reynsla af stjórnun æskileg.
Nánari upplýsingar veita sveitarstjórinn, Drífa Hjartardóttir, á skrifstofu Rangárþings ytra, Suðurlandsvegi 1 á Hellu og í s. 488-7000/899-1112 og formaður fræðslunefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, Ingvar P. Guðbjörnsson, í s. 699-1799.
Umsóknarfrestur er til 2. janúar 2013 og skulu umsóknir ásamt meðmælum sendar á skrifstofu Rangárþings ytra, Suðurlandsvegi 1, 850 Hella.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.
Rangárþing ytra
Suðurlandsvegi 1
850 Hella