Sorpstöð Rangárvallasýslu óskar eftir framkvæmdastjóra

Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra.

Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfsstöð er á móttökustöð Sorpstöðvarinnar á Strönd í Rangárþingi ytra.

 

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með rekstri og þróun Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. í umboði stjórnar

  • Ábyrgð á móttökustöðinni á Strönd og grenndarstöðvum

  • Umsjón með skipulagningu sorphirðu

  • Umsjón með og sinna rekstri og viðhaldi bifreiða og véla

  • Ábyrgð á daglegum rekstri og starfsmannahaldi

  • Ábyrgð á samskiptum við opinberar stofnanir og eftirlitsaðila

  • Þátttaka í áætlanagerð og eftirfylgni með áætlunum

 

 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi

  • Þekking og áhugi á sviði umhverfis- og úrgangsmála

  • Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og mannaforráðum

  • Þekking og/eða reynsla af opinberri stjórnsýslu kostur

  • Krafa um almenna tölvukunnáttu og þekkingu á upplýsingatækni

  • Meirapróf og vinnuvélaréttindi kostur

  • Þekking á viðhaldi bifreiða og véla kostur

  • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri

  • Skipulagshæfileikar og nákvæm vinnubrögð

 

 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?