Wapp snjallforritið býður þér upp á gönguhring um Hellu og leiðir það þig áfram eftir að búið er að hlaða því niður. ´Til þess að hlaða því í snjall tæki þá er farið í "play store" fyrir android eða "Istore" fyrir iphone og leitað að "Wapp". Þegar búið er að hlaða "Wapp" appinu niður þá er næst leitað að Hellu og leiðinni sjálfri hlaðið niður. Þegar búið er að opna leiðina í appinu er hægt að halda af stað. Appið mun láta þig vita á ákveðnum stöðum og gefur þér þá nánari upplýsingar.
Áhersla er lögð á sögu Hellu á fyrstu árum þorpsins. Saga Hellu er ekki ýkja löng en þar hefur þó verið bóndabær í nokkrar aldir.
Snjallforritið mun leiða þig áfram í um 1 1/2 klst. Leiðin er hringleið og mun skila þér aftur á upphafsreit.
Verkefnið er samstarfsverkefni Rangárþings ytra, Fornleifastofnunar Íslands ehf, Minjastofnunar Íslands og Wapp appsins.