Skylmingamót og sýning á Hellu 23.–24. mars

Reykjavík HEMA club heldur mót í sögulegum skylmingum í íþróttahúsinu á Hellu 23. mars nk.

HEMA stendur fyrir Historical European Martial Arts en hópurinn kallar þetta sögulegar skylmingar á íslensku. HEMA er rannsókn og endurlífgun á bardagalistunum sem fylgdu evrópskum vopnum, þá aðallega sverðum.

Hópurinn æfir með langsverðum, lagsverðum og bjúgsverðum. Keppt er í þessum bardagalistum um allan heim og er það markmið hópsins að bæta Íslandi á kortið með þessu móti sem kallast Keppinautur.

  • Laugardaginn 23. mars ætla þau að byrja kl. 10 í íþróttahúsinu á Hellu og er gestum og gangandi velkomið að mæta og fylgjast með viðburðinum.
  • Sunnudaginn 24. mars hefst dagskráin einnig kl. 10 og þá býðst gestum að skoða og prófa búnaðinn, ræða við hópinn og skemmta sér.

Hér er tengill á kynningarmyndskeið um viðburðinn

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?