07. febrúar 2024
Fréttir
Við viljum vekja athygli á því að allir hundar í þéttbýli eiga að vera skráðir hjá sveitarfélaginu.
Umsókn um leyfi til hundahalds skal skilað á skrifstofu sveitarfélagsins eigi síðar en mánuði eftir að dýrið kemur á heimili.
Greitt er árgjald fyrir hunda samkvæmt gjaldskrá. Innifalið í því gjaldi er ormahreinsun, framkvæmd af dýralækni, ásamt ábyrgðartryggingu vegna tjóns sem hundurinn kann að valda.
Við viljum einnig benda á að hafi eigandi skráðs hunds lokið grunnnámskeiði í hundauppeldi viðurkenndu af sveitarstjórn Rangárþings ytra er heimilt að veita allt að 25% afslátt af gjöldum.
Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða á netfangið ry@ry.is