19. ágúst 2015
Fréttir

Grunnskólinn á Hellu verður settur þriðjudaginn 25. ágúst n.k.
Skólasetningin fer fram í íþróttahúsinu og hefst kl. 11:00.
Að skólasetningu lokinni ganga nemendur með umsjónarkennurum sínum í kennslustofur og fá afhent námsgögn og stundaskrár.
Áætlað er að þessum fyrsta skóladegi ljúki um kl. 12:00.
Kennsla samkvæmt stundaskrá hefst miðvikudaginn 26. ágúst kl. 08:10. Nemendur 1. bekkjar fá sent heim sérstakt bréf frá umsjónarkennara varðandi fyrirkomulag miðvikudagsins 26. ágúst.
Skólastjóri