Auglýsing um skipulagsmál í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Deiliskipulagsmál
Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt sameiginleg tillaga að deiliskipulagi fyrir Hvammsvirkjun
- Hvammsvirkjun, deiliskipulag virkjunar í Þjórsá.
Sveitastjórnir Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps leggja sameiginlega fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Hvammsvirkjun til kynningar. Framkvæmdasvæði Hvammsvirkjunar er í báðum sveitarfélögunum. Stöðvarmannvirki verða í landi Hvamms í Rangárþingi ytra, en stíflumannvirki og lón munu taka yfir land í ofanverðri Landsveit og í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Ofangreind tillaga ásamt kynningargögnum frá Landsvirkjun má nálgast hjá Skipulagsfulltrúum ofangreindra sveitarfélaga, og á heimasíðum sveitarfélaganna Rangárþings ytra, www.ry.is og Skeiða- og Gnúpverjahreppur www.skeidgnup.is . Auk þess sem gögnin eru aðgengileg á heimasíða umhverfis- og tæknisviðs uppsveita www.utu.is.
Frestur til að skila inn athugasemdum við kynningargögnin er til 17. febrúar 2021. Að lokinni kynningu verður tillagan lögð fyrir skipulagnefndir og sveitarstjórnir sveitarfélaganna til afgreiðslu fyrir auglýsingu.
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU