Skipulagsmál til kynningar

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing skipulagsáforma að deiliskipulagi

Grænir iðngarðar á Hellu. Deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.desember 2022 að kynnt yrði lýsing skipulagsáforma að deiliskipulagi fyrir græna iðngarða á Hellu skilgreindu á iðnaðarsvæði I1 þar sem gert verði ráð fyrir grænum iðngarði á svæðinu og skipulagðar verði lóðir og mannvirki undir hverskonar starfsemi sem fellur að hringrásarhugsun grænna iðngarða. Aðkoma að svæðinu er af Kirkjubæjarvegi nr. 2704.

Hér má nálgast skipulagslýsingu

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. ásamt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing skipulagsáforma að breytingu á landnotkun í aðalskipulagi og deiliskipulagi

Vindlundur austan við Sultartanga. Deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.desember 2022 að kynnt yrði sameiginleg lýsing skipulagsáforma fyrir breytingu á aðalskipulagi og að deiliskipulagi fyrir allt að 120 Mw vindlund austan við Sultartanga. Landsvirkjun hefur undanfarin ár kannað möguleika á virkjun vindorku austan við Sultartangastöð. Svæðið er innan þess svæðis sem rannsakað var í mati á umhverfisáhrifum fyrir Búrfellslund (200 MW) árið 2016 og er innan Rangárþings ytra. Í júní 2022 samþykkti Alþingi virkjunarkostinn Búrfellslund í nýtingarflokk rammaáætlunar með uppsett afl allt að 120 MW. Til að af framkvæmdum geti orðið þarf að breyta aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 og vinna deiliskipulag fyrir svæðið.

Hér má nálgast skipulags- og matslýsingu. 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Efra-Sel 3C (Austursel), Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.9.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Efra-Sel 3C, nýlega nefnt Austursel, L220359 þar sem gert verði ráð fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt tilheyrandi uppbyggingu. Aðkoma að svæðinu er af Bjallavegi (nr. 272) og umferðarréttur um aðkomuveg skv. þinglýstum skjölum þess efnis.

Hér má nálgast skipulagsgögn

 

Öll skipulagsgögn liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 15. febrúar 2022

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?