Auglýsing um skipulagsmálí Rangárþingi ytra
Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga í tengslum við breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.
Hraun og Leirubakki lóð, breyting á landnotkun.
Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Breytingin felur í sér breytingu á landnotkun á tveimur spildum þar sem núverandi frístundasvæði verður aftur skilgreint sem landbúnaðarsvæði.
Gerð verður nánari grein fyrir öðrum þáttum í deiliskipulagi í samræmi við aðalskipulag.
Kynning tillögu má nálgast hér.
Ofantalin tillaga er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Kynningu lýkur föstudaginn 17. febrúar, klukkan 15.00
---------------
Samkvæmt 3. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur í tengslum við breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.
Árbæjarhellir land 2, breyting á landnotkun.
Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Breytingin felur í sér breytingu á landnotkun á 3 ha spildu úr landi Árbæjarhellis lands 2, þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verður gert að verslunar- og þjónustusvæði. Nánar verður gerð grein fyrir öðrum þáttum í deiliskipulagi.
Uxahryggur I, breyting á landnotkun.
Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Breytingin felur í sér breytingu á landnotkun í aðalskipulagi þar sem um breytingu úr landbúnaðarlandi í verslunar- og þjónustusvæði í landi Uxahryggjar I er að ræða. Nánar verður gerð grein fyrir öðrum þáttum í deiliskipulagi.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Árbæjarhellir land 2, deiliskipulag.
Deiliskipulagið tekur til verslunar- og þjónustusvæðis þar sem fyrirhugað er að byggja upp þjónustu fyrir vegfarendur og ferðafólk. Nýtt verslunar- og þjónustusvæði verður um 3 ha að stærð og þar er gert ráð fyrir byggingu veitinga- og gistiheimilis í tengslum við ferðaþjónustu. Deiliskipulagið er auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi fyrir umrætt svæði.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. mars 2017.